ReferNet á Íslandi

Um Cedefop

Cedefop hélt upp á 40 ára stofnafmæli sitt á árinu 2015 og um leið 20 ára afmæli þess að stofnunin var flutt frá Berlín til Þessalóníku. Þema ársins 2015 var valið „gamlar rætur fyrir nýjar leiðir“ sem felur með sér að læra af fortíðinni til þess að bæta starfsmenntun. Frekari upplýsingar eru hér. 

Markmið ReferNet

ReferNet er samstarfsnet sem hefur það markmið að auka upplýsingasöfnun og miðlun upplýsinga um starfsmenntun í Evrópu. Öll lönd Evrópska efnahagssvæðisins taka þátt í þessu samstarfi og hafa tengiliðir í hverju landi það hlutverk að afla upplýsinga um nýjungar í starfsmenntun í sínu land og að koma þeim til Cedefop. Stofnunin skrifar síðan heildarskýrslur um stöðu starfsmenntunar innan Evrópu og stefnumótun sem tengist starfmenntun á beinan eða óbeinan hátt. Skýrslur hvers lands eru einnig birtar á vef stofunarinnar og á þessum vef eru allar íslensku skýrslurnar.

Kerfið var sett á stofn af CEDEFOP til að mæta vaxandi spurn eftir upplýsingum til að auðvelda samanburð á þróun og mismunandi stefnumótun aðildarríkjanna. 

Cedefop er miðstöð Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar. Stofnunin veitir upplýsingar um og greiningu á starfsmenntakerfum í löndum álfunnar, stefnumótun, rannsóknir og útfærslu. Cedefop var sett á stofn árið 1975 og starfar eftir reglugerð EEC nr. 337/75. Ítarlegri upplýsingar um starf Cedefop eru á http://www.cedefop.europa.eu/EN/about-cedefop.aspx (á ensku).

Uppbygging ReferNetsins - landsnefndir fulltrúa hinna ýmsu greina

Undir ReferNet eru landsnefndir í hverju aðildarríki. Í nefndunum eru fulltrúar fræðslustofnana hinna ýmsu atvinnugreina. Netið leiðir saman stofnanir og félög með samskonar áhugamál á sviðum starfsmenntunnar, starfsþjálfunar og starfsnáms. Það örvar upplýsingaskipti og eflir samvinnu og gerir landsnefndarmönnum kleift að efla samskipti við aðrar alþjóðlegar stofnanir í og utan Evrópu.

Verkefni Refernets eru að safna upplýsingum um starfsmenntun í hverju landi og sjá um kynningu og dreifingu upplýsinga um árangur af störfum CEDEFOP. Einnig er stutt við kynningar- og útbreiðslustarf svo sem ráðstefnur og málþing.  

 

Menntamálastofnun,
Víkurhvarfi 3
203 Kópavogur
Sími: 514-7500

 Umsjónarmaður Steingrímur A Jónsson

Veffang: http://www.mms.is
Netfang: steingrimur.a.jonsson@mms.is

CEDEFOP
Europe 123
GR-570 01 Thessaloniki
Grikkland

Sími: +30 2310 490 214 
Bréfsími +30 2310 490 043
Veffang: www.cedefop.gr
Netfang: info@cedefop.gr